Fara í innihald

Einar Bollason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Einar Bollason
Upplýsingar
Fæðingardagur 6. nóvember 1943 (1943-11-06) (81 árs)
Fæðingarstaður    Konungsríkið Ísland
Leikstaða Miðherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
1958-1960

1961-1967
1967–1969
1969–1972
1976–1981
1981-1982
1983–1984

ÍR
KR
Þór Akureyri
KR
KR
FH
Haukar
Þjálfaraferill
1966–1967
1967–1969
1968–1969
1973–1974
1974–1976
1977
1979-1982
1979-1980
1982-1986
1984-1987
1987-1988
1988-1989
KR (kk)
Þór Akureyri (kk)
Þór Akureyri (kvk)
KR (kk)
Ísland (kk)
Ísland (kk)
Ísland (kk)
Fram (kk)
Haukar (kk)
Ísland (kk)
ÍR (kk)
Haukar (kk)

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 18. september 2017.
2 Landsliðsleikir uppfærðir
18. september 2017.

Einar Gunnar Bollason, fæddur 6. nóvember 1943, er fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í körfuknattleik. Hann hefur einnig verið formaður KKÍ, setið í nefndum á vegum sambandsins, dæmt og starfað við fjölmiðla tengt körfuboltanum. Um skeið var Einar bæði landsliðsþjálfari og formaður KKÍ á sama tíma.

Körfuboltaferillinn

[breyta | breyta frumkóða]

Einar hóf feril sinn með ÍR árið 1958 en skipti yfir í KR nokkrum árum síðar. Hann hætti að leika körfuknattleik vegna sjúkdóms snemma á áttunda áratugnum, en dró fram skóna aftur 1976 og lék með KR í þrjú ár til viðbótar. Hann lék auk þess örlítið með Haukum, þegar hann þjálfaði þá 1983-1984. Einar þjálfaði Þór Akureyri, og lék með liðinu, í lok sjöunda áratugarins.

Árið 2001 var Einar kjörinn þjálfari 20. aldarinnar af 50 manna nefnd sem einnig valdi leikmenn og dómara aldarinnar. Einar var auk þess kjörinn í lið 20. aldarinnar sem varamaður. Á þjálfaraferlinum þjálfaði Einar alla þá sem voru valdir í karlalið aldarinnar og báða dómarana. Sá eini sem Einar hafði ekki þjálfað var þjálfarinn sem lenti í öðru sæti; Friðrik Ingi Rúnarsson.

Sem leikmaður

[breyta | breyta frumkóða]
  • Lið 20. aldarinnar sem leikmaður
  • 6x Íslandsmeistari (1960, 1965-1967, 1978, 1979)
  • 8× Bikarmeistari (1966, 1967, 1970-1972, 1974, 1977, 1979)
  • Stigakóngur efstu deildar (1969)

Sem þjálfari

[breyta | breyta frumkóða]
  • Lið 20. aldarinnar sem þjálfari
  • 2x Íslandsmeistari karla (1967, 1974)
  • 2x Íslandsmeistari kvenna (1969, 1977)
  • 3× Bikarmeistari karla (1977, 1985, 1986)
  • Bikarmeistari kvenna(1977)
  • 1. deildarmeistari karla (1983)

Geirfinnsmálið

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 26. janúar 1976 var Einar hnepptur í varðhald, grunaður um hlutdeild í hvarfi Geirfinns Einarssonar. Nokkur ungmenni, þeirra á meðal Erla, hálfsystir Einars, bentu á hann, Valdimar Olsen, Sigurbjörn Eiríksson og Magnús Leopoldsson. Það varð til þess að Einar sat saklaus í einangrun í 105 daga í Síðumúlafangelsinu.

Hestamennskan

[breyta | breyta frumkóða]

Einar stofnaði, ásamt fleirum, fyrirtækið Íshesta haustið 1982. Íshestar sérhæfa sig í hestaferðum fyrir ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda.

  • Leikni framar líkamsburðum eftir Skapta Hallgrímsson, útg. Körfuknattleikssamband Íslands 2001
  • Riðið á vaðið eftir Heimi Karlsson, útg. Fróði 1994


Fyrirrennari:
Hólmsteinn Sigurðsson
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands
(19731976)
Eftirmaður:
Páll Júlíusson